mánudagur, 10. ágúst 2015

Opnað hefur verið fyrir skráningar í frístund í Túni veturinn 2015-2016.

Hefðbundið vetrarstarf hefst í Túni þriðjudaginn 25. ágúst.  Þar verður boðið upp á skemmtilegt frístundastarf fyrir börn í 1. – 4. bekk,  frá því skólastarfi lýkur til klukkan 16:15.  
Starfið felst meðal annars í föndri, hópleikjum, frjálsum leik, hópefli, dansi, fræðslu og vettvangsferðum svo fátt eitt sé nefnt.  
Fyrstu dagana tekur starfsmaður Túns á móti börnunum fyrir utan stofur 6 ára bekkja þegar skóla lýkur og fylgir þeim í Tún.  Mjög mikilvægt er að starfsmenn hafi upplýsingar um veikindi eða önnur forföll og því þarf að hringja í Tún í síma 6635290.  Ekki er nóg að láta vita í skólann.  Allar aðrar upplýsingar, athugasemdir eða forföll sem fyrirséð eru með dags fyrirvara má senda í tölvupósti á tun@nordurthing.is
Um klukkan 14:00 er boðið upp á holla og góða síðdegishressingu.  Eigi börnin að sækja íþróttir eða annað skipulagt starf á þeim tíma sem Tún er opið hjálpa starfsmenn börnum af stað eða fylgja þeim ef með þarf.  Allar upplýsingar um slíkt þurfa að berast frá foreldrum í gegnum síma eða tölvupóst.  Starfsmenn geta ekki reitt sig á munnleg skilaboð frá börnunum.  Klukkan 16:15 þarf að sækja börnin, eða þau eru send heim eftir fyrirmælum foreldra.
Boðið er upp á fulla nýtingu og hálfa nýtingu eins og síðasta skólaár.  Hálf nýting getur verið t.d. önnur hver vika, mánudagur og þriðjudagur í fyrstu viku og miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur í næstu eða einhverjir 10 fyrirfram ákveðnir dagar í mánuði, en þá þarf að senda upplýsingar um hvaða dagar það eru fyrir 1. hvers mánaðar.  Einnig er hægt að nýta t.d. 2 1/2 dag í viku.  Hálfur dagur er fyrri partur - frá því skóla lýkur til klukkan 14:45.
Tún er opið allan daginn á starfsdögum Borgarhólsskóla.  Hinsvegar er lokað í haust- og vetrarfríum en frístund fylgir að öðru leyti skóladagatali.  Tún er lokað í jóla og páskafríum og á lögbundnum frídögum.  Á starfsdögum skólans þurfa þeir foreldrar sem hafa fulla nýtingu ekki að greiða fyrir aukatímana en þeir sem eru með hálfa nýtingu og kjósa að nýta sér Tún fyrir hádegi greiða tímagjald kr: 320,- 
Gjaldið fyrir fulla nýtingu er kr:  20.000,-  en fyrir hálfa nýtingu kr: 11.500,-.  Innifalin í gjaldinu er síðdegishressing.  Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja.
Skráning verður að hafa borist í síðasta lagi daginn áður en barnið mætir í Tún.  Miðað við núverandi forsendur getum við tekið við 30 börnum í Tún.  Sæki fleiri um fara þeir á biðlista.  Ef færri börn eru á skrá verður hægt að bæta við börnum fram eftir vetri.

Við í Túni hlökkum til samstarfsins. 

Opnið hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá barn:

Rafrænt umsóknareyðublað


Engin ummæli:

Skrifa ummæli